Fóru á rafmagnshlaupahjólum af vettvangi

Þjófarnir fóru af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli.
Þjófarnir fóru af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli. AFP

Lögreglan í Frakklandi handtók tvo á miðvikudag sem grunaðir eru um að hafa framið rán í skartgripaversluninni Chaumet í París. Talið er að þjófarnir hafi stolið skartgripum fyrir andvirði allt að þremur milljóna evra eða um 440 milljónir íslenskra króna og keyrt af vettvangi á rafmagnshlaupahjóli.

Ránið á að hafa farið fram snemma á þriðjudagskvöld í skartgripaversluninni nálægt Champs-Elysées-verslunargötunni. Þjófarnir voru vopnaðir en gripu þó ekki til þeirra.

Skartgripaverslunin Chaumet, sem nú er partur af LVMH, einum stærsta lúxusvöruframleiðanda í heimi, var áður rænd árið 2009. Þá var stolið skartgripum að verðmæti 1,9 milljónir evra eða um 220 milljónir íslenskra króna.

Chaumet er fræg skartgripaverslun í Frakklandi.
Chaumet er fræg skartgripaverslun í Frakklandi. AFP
mbl.is