Hætta á flóðbylgju eftir jarðskjálfta að stærð 8,2

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Viðvörun vegna hættu á flóðbylgju er nú í gildi í Alaska í Bandaríkjunum eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 varð úti fyrir suðausturströnd ríkisins seint í gærkvöldi. 

Skjálftinn varð um 91 kílómetra úti fyrir Perryville á 46,7 metra dýpi. 

Tveir stórir eftirskjálftar hafa orðið í kjölfarið, annar að stærð 6,2 og hinn 5,6. 

Fljóðbylgjuviðvörun er í gildi fyrir Suður-Alaska og Alaskaskagann frá Hinchinbrook að Unimak Pass, auk Altjútaeyja.

Þá er einnig eftirlit vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu á Havaí. 

mbl.is