Innrásin í Afganistan vond hugmynd frá upphafi

Mikhail Gorbachev.
Mikhail Gorbachev. AFP

Fyrr­ver­andi leiðtogi Sov­íet­ríkj­anna, Mikhaíl Gorbatsjov, segir innrás Bandaríkjanna í Afganistan hafa verið slæma hugmynd frá upphafi. Þótt Rússland hafi í upphafi stutt aðgerðir Bandaríkjanna hefðu ríkin átt að viðurkenna fyrr að þetta væri vonlaus barátta.

„Nú er mikilvægt að læra af mistökunum og leyfa sögunni ekki að endurtaka sig,“ sagði Gorbatsjov sem varð 90 ára fyrr á árinu. Hann dró sovéskt herlið út úr Afganistan árið 1989 eftir 10 ára stríðsrekstur í ríkinu sem dró tvær milljónir Afgana til dauða.

Talíbanar tóku völdin í Afganistan á sunnudaginn eftir litla mótspyrnu frá afganska hernum. Bandaríski herinn yfirgaf landið fyrr á árinu eftir 20 ára viðveru þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert