Aftur flogið frá flugvellinum í Kabúl

Fyrstu erlendu ríkisborgarinnar flugu frá flugvellinum í Kabúl í Afganistan …
Fyrstu erlendu ríkisborgarinnar flugu frá flugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag síðan bandaríski herinn yfirgaf landið. AFP

Fyrstu erlendu ríkisborgarinnar flugu frá flugvellinum í Kabúl í Afganistan í dag síðan bandaríski herinn yfirgaf landið fyrir rúmri viku. Um 200 manns, þar á meðal Bandaríkjamenn, flugu til Doha, höfuðborgar Katar.

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafði hvatt yfirvöld í Katar til að aðstoða við flutning fólks frá Afganistan í heimsókn sinni til ríkisins í vikunni. 

Yfirvöld í Katar segja starfsemi á flugvellinum í Kabúl nú vera aftur komna í gang og því um sögulegan dag að ræða í Afganistan.

Eftir að talíbanar hrifsuðu til sín völd í Afganistan 15. ágúst hafa fleiri en 124 þúsund erlendir ríkisborgarar og Afganar sem hafa starfað fyrir alþjóðastofnanir verið fluttir úr landi. Nú er talið að um 100 bandarískir ríkisborgarar séu enn í Afganistan.

Frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert