Mál kvenna sem slösuðust á borði ráðuneytis

Frá Tenerife.
Frá Tenerife. AFP

Þrjár íslenskar konur slösuðust eftir að pálmatré féll á þær í bænum San Miguel de Abona á Tenerife á sunnudag.

Málið er komið formlega inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og hefur það verið í sambandi við hlutaðeigandi, að sögn Sveins Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

Spænski vefmiðillinn Diario de Avisos greindi frá því að 47 ára kona hafi slasast alvarlega eftir að tréð féll á þær en hinar konurnar, sem eru 47 ára og 45 ára, slasast minna.

Fram kemur á vefsíðunni Canarian Weekly að konurnar hafi verið á gangi á göngustíg við sjávarsíðuna þegar tréð féll á þær. Lögregla og slökkvilið girtu svæðið af í kjölfarið. 

Ekki er greint frá þjóðerni kvennanna í fréttunun en Sveinn staðfestir við mbl.is að þær séu íslenskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert