Árásarmaðurinn fluttur á heilbrigðisstofnun

Lögreglan á vettvangi eftir að árásin átti sér stað.
Lögreglan á vettvangi eftir að árásin átti sér stað. AFP

Maðurinn sem hefur játað árás með boga og örvar að vopni í Noregi fyrr í vikunni hefur verið fluttur á heilbrigðisstofnun. Þetta var ákveðið eftir að læknar höfðu metið ástand hans í fyrsta sinn frá því árásin var gerð.

„Hann var fluttur á heilbrigðisstofnun á fimmtudagskvöld eftir að heilsa hans hafði verið metin,” sagði saksóknarinn Ann Iren Svane Mathiassen við AFP-fréttastofuna.

Vangaveltur höfðu verið uppi um að maðurinn ætti við andleg veikindi að stríða.

Síðar í dag mun dómari kveða upp úrskurð varðandi gæsluvarðhald yfir manninum.

Espen And­er­sen Bråt­hen myrti fimm íbúa bæj­ar­ins Kongs­berg og særði þrjá í fyrrakvöld í at­lögu sem er sú mann­skæðasta í land­inu síðan 22. júlí 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert