Thunberg krefst hreinskilni stjórnmálafólks

Greta Thunberg.
Greta Thunberg. AFP

Loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg sagði í samtali við BBC að ráðstefnur muni ekki leiða til aðgerða í loftslagsmálum nema almenningur krefjist einnig aðgerða. Hún sagði að almenningur þyrfti að jafna núverandi kerfi við jörðu. 

„Breytingarnar verða þegar almenningur krefst aðgerða. Við getum því ekki búist við því að allt gerist á þessum ráðstefnum,“ sagði Thunberg. Viðtalið var tekið af tilefni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Glasgow í Skotlandi frá 31. október til 12. nóvember. Thunberg mun mæta á ráðstefnuna. 

Thunberg ásakaði stjórnmálafólk um að afsaka sig.

„Verið hreinskilin um það á hvaða stað þið eruð, um það hvaða mistök hafa verið gerð, um það hvernig þið eruð enn að bregðast okkur,“ sagði Thunberg.

„Það er mín sannfæring að árangri sé náð þegar fólk nær loksins að átta sig á því hvað ástandið er slæmt og því að við þurfum á miklum breytingum að halda, að við þurfum að jafna núverandi kerfi við jörðu vegna þess að þannig verða til breytingar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert