Baðst afsökunar á harðstjórn eiginmannsins

Lee Soon-ja og eiginmaður hennar, Chun Doo-hwan.
Lee Soon-ja og eiginmaður hennar, Chun Doo-hwan. AFP

Ekkja fyrr­ver­andi harðstjóra Suður-Kór­eu, Chun Doo-hwan, baðst afsökunar á stjórnarháttum eiginmanns síns í jarðarför hans í dag.

Chun Doo-hwan lést á þriðjudag níræður að aldri. Hann var for­seti á ár­un­um 1980 til 1988, stjórnaði land­inu með harðri hendi og braut grimmi­lega niður alla and­stöðu, allt þar til hann hrökklaðist frá völd­um eft­ir fjölda­mót­mæli. 

„Fyrir hönd eiginmanns míns vil ég biðja þá sem þurftu að þola kvöl og sárindi vegna stjórnar hans, innilegrar afsökunar,“ sagði Lee Soon-ja, ekkja Chun, á fimmta og síðasta degi jarðarfarar hans. 

Fimm daga jarðarför Chun lauk í dag.
Fimm daga jarðarför Chun lauk í dag. AFP

Chun sjálfur baðst aldrei afsökunar á stjórnarháttum sínum en árið 1996 var hann fund­inn sek­ur um landráð og dæmd­ur til dauða. Ekk­ert varð þó úr af­tök­unni og var hann á end­an­um lát­inn laus eft­ir að hafa verið náðaður af for­seta lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert