Tvö tilfelli Ómíkron greinst í Bretlandi

Tvö tilfelli Ómíkron hafa greinst í Bretlandi.
Tvö tilfelli Ómíkron hafa greinst í Bretlandi. AFP

Tvö tilfelli af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafa greinst í Bretland. Að sögn Sajid Javid heilbrigðisráðherra eru tilfellin tengd og eru einstaklingarnir nú í einangrun ásamt fjölskyldum sínum. 

Afbrigðið hefur nú meðal annars greinst í Belgíu, Þýskalandi, Hong Kong og Ísrael en Ómíkron greindist fyrst í Suður-Afríku.

Á vef BBC segir að tíu lönd séu nú á rauðum lista þegar kemur að ferðatakmörkunum en þeirra á meðal eru Suður-Afríka, Botswana og Namibía sem bættust við í gær.

Javid sagði í yfirlýsingu í dag að Mósambík, Malaví, Angóla og Sambía myndu bætast á listann. 

„Við höfum alltaf haft það sem skýrt markmið að við munum grípa til aðgerða ef þess er þörf,“ sagði Javid. 

Sajid Javid heilbrigðisráðherra.
Sajid Javid heilbrigðisráðherra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert