Bróðir Cuomo rekinn af CNN

Chris Cuomo, bróðir Andrew Cuomo fyrrverandi borgarstjóra New York.
Chris Cuomo, bróðir Andrew Cuomo fyrrverandi borgarstjóra New York. AFP

Chris Cuomo, fréttaþulur hjá bandarísku fréttastofunni CNN, hefur verið rekinn vegna aðkomu hans að máli bróður síns, Andrew Cuomo, fyrrverandi borgarstjóra New York borgar. 

BBC greinir frá. 

Andrew Cuomo sagði af sér sem borgarstjóri í ágúst, tilneyddur, eftir að ellefu konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðislega áreitni, þeirra á meðal Britt­any Com­is­so, fyrrverandi aðstoðarkona hans. Hefur Andrew sætt rannsókn vegna ásakanna. 

Í tilkynningu CNN segir að uppsögn Chris Cuomo komi í kjölfar þess að gögn saksóknara hafi leitt í ljós að Chris hafi beitt sér, bróður sínum til aðstoðar, meira en áður var vitað um. Er litið sem svo á að hann hafi brotið siðareglur blaðamanna við aðstoðina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert