Metfjöldi smita í Danmörku

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis vegna …
Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis vegna stöðunnar. AFP

Alls greindust 5.120 kórónuveirusmit í Danmörku í gær en það er mesti fjöldi smita sem greinst hefur í landinu á sólarhring frá upphafi faraldursins. Smitum fjölgar um 972 milli daga.

Þetta kemur fram á vef danska ríkisútvarpsins.

Þar kemur enn fremur fram að alls liggi 439 á spítala og 61 þeirra er á gjörgæslu. 14 létust af völdum veirunnar síðastliðinn sólarhring. Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis vegna stöðunnar.

Sóttvarnaaðgerðir voru hertar lítillega í landinu í upphafi vikunnar en nú er grímuskylda á heil­brigðis­stofn­un­um, í al­menn­ings­sam­göng­um og á hár­greiðslu­stof­um.

Auk þess þurfa íbú­ar Dan­merk­ur að geta fram­vísað kór­ónupassa, vott­orði um bólu­setn­ingu og/eða fyrri sýk­ingu, nei­kvæðu hraðprófi eða PCR-prófi, við ýms­ar aðstæður; til að mynda í fram­halds- og há­skól­um og ein­hverj­um vinnu­stöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert