Nýsjálendingar senda mannskap til Salómonseyja

Friðagæsluliðar í Honíara ásamt íbúum.
Friðagæsluliðar í Honíara ásamt íbúum. AFP

Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur tilkynnt að Nýsjálendingar sendi í dag friðargæsluliða til Salómoneyja. 

Þeir muni leggja sín lóð á vogaskálarnar til að viðhalda friði eftir að blóðug mótmæli brutust út, gegn stjórnvöldum, á eyjunum í síðustu viku. Fyrir eru ástralskir friðargæsluliðar á svæðinu. 

Óskuðu eftir aðstoð

Í tilkynningu Arden segir að miklar áhyggjur séu á meðal nýsjálenskra stjórnvalda yfir óeirðunum í Honíara, höfuðborg Salómoneyja. Stjórnvöld þar í landi hafi óskað eftir aðstoð. 

Sögunni fylgdi að fyrst verða fimmtán friðargæsluliðar sendir á vettvang, reiknað með því að þeir verði komnir á leiðarenda á morgun og fimmtíu til viðbótar um helgina. 

mbl.is