Pútín velji „friðsamlega leið“

Antony Blinken í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu í morgun.
Antony Blinken í sendiráði Bandaríkjanna í Úkraínu í morgun. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, til að velja „friðsamlega leið“ þegar kemur að samskiptum við Úkraínu. Óttast er að Rússar séu að undirbúa innrás í landið.

„Ég vona það innilega að þið farið diplómatíska og friðsamlega leið en þegar allt kemur til alls er það ákvörðun Pútíns forseta,“ sagði Blinken í bandaríska sendiráðinu í Úkraínu.

Blinken varaði við því að ef Pútín fari ekki diplómatíska leið hafi það í för með sér afleiðingar fyrir Rússa.

Blinken hittir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, á föstudaginn í Genf á sama tíma og Vesturlönd hafa auknar áhyggjur af tugum þúsunda hermanna sem Rússar hafa stillt upp við úkraínsku landamærin.

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP
mbl.is