Blómabændur vinna myrkrana á milli þessa dagana

Það er mikið að gera hjá blómabændum í Kólumbíu þessa dagana eins og víðar og blómaiðnaðurinn er svo að segja á yfirsnúningi um allan heim vegna Valentínusardagsins sem er yfirvofandi. 

Fjórtánda febrúar ár hvert flykkist fólk í blómabúðir víða um heim til þess að koma heittelskuðum á óvart á degi ástarinnar. 

Í Kólumbíu eru ræktaðar rósir sem án efa eru blóma vinsælastar á Valentínusardaginn. Augusto Solano, formaður félags blómaræktenda í Kólumbíu, segir að um 650 milljónir blóma séu fluttar út á erlenda í kringum Valentínusardaginn. Rósir eru þar í miklum meirihluta.

mbl.is