Sá sem sagði Rússum að fara til fjandans laus

Roman Hrybov við verðlaunaafhendinguna í gær.
Roman Hrybov við verðlaunaafhendinguna í gær. Skjáskot/YouTube

Úkraínski vörðurinn á Snákaeyju sem sagði hina fleygu setningu „rússneska herskip, farðu til fjandans!“ var leystur úr haldi nýverið og fluttur heim til fjölskyldu sinnar í úkraínsku borginni Kerkasí. 

Maðurinn heitir Roman Hrybov. Hann var verðlaunaður fyrir hugrekki sitt í gær og má hér að neðan sjá myndskeið af afhendingunni. 

Þrettán landamæraverðir voru á eyjunni þann 24. febrúar síðastliðinn þegar rússneski herinn réðst inn í Úkraínu. 

Hljóðupptaka af orðaskiptum hermanna á rússnesku herskipi og úkraínsku varðanna á eyjunni fór fljótt í dreifingu á alnetinu. Rússneska hersveitin skipaði þeim að gefast upp og lét Hrybov þá hin eftirminnilegu orð falla.

Fyrst um sinn var hermt að verðirnir þrett­án hefðu neitað að gef­ast upp og að þeir hefðu verið drepnir í kjölfarið. Síðar kom í ljós að þeir væru á lífi og í haldi Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert