Ein sprauta gæti gert gæfumuninn

Bóluefni gegn HPV-veirunni í sprautu á spítala í Tokyo í …
Bóluefni gegn HPV-veirunni í sprautu á spítala í Tokyo í febrúar sl. AFP/Kazuhiro NOGI

Ein bólusetning gegn HPV-veirunni sem veldur leghálskrabbameini skilar jafn miklum árangri fyrir stúlkur undir 21 árs aldri eins og tvær bólusetningar segja sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) nú um nýjustu rannsóknir.

„Þetta gæti gjörbylt forvarnarstarfinu því nú gætu fleiri stúlkur fengið bólusetningu.“

Yfir 95% af leghálskrabbameinum má rekja til HPV-veirunnar, en leghálskrabbi er fjórða algengasta krabbamein sem konur fá og smitast við kynmök. Leghálskrabbamein er nánast alveg hægt að koma í veg fyrir, en samt er talað um það sem „þögla morðingjann.“

 Ráðgjafahópur sérfræðinga um bólusetningar (SAGE) Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar  segir að einungis ein bólusetning sé mjög góð vörn gegn krabbameininu og hvetur þjóðir til að hefja bólusetningar gegn HPV veirunni.

 „Þetta þýðir að fleiri stúlkur og konur geta fengið bólusetningu og þannig getum við komið í veg fyrir að þær fái leghálskrabbamein,“ sagði Alejandro Cravioto formaður ráðgjafahópsins í gær.

 Áður hafði ráðgjafahópurinn mælt með tveimur bólusetningum fyrir stúlkur á aldrinum 9-14 ára og þremur bólusetningum fyrir 15 ára og eldri. Meira en 340 þúsund konur létust af völdum leghálskrabbameins árið 2020.

AFP/Kazuhiro NOGI

„Ég trúi því að að það sé hægt að komast alveg fyrir leghálskrabbamein,“ segir Nono Simelela aðstoðarforstjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. „Með því að við þurfum aðeins eina bólusetningu höfum við möguleikann á því að ná því markmiði að 90% allra stúlkna séu bólusettar fyrir 15 ára aldurinn fyrir árið 2030.“

Markhópurinn 9-14 ára stúlkur

 Erfiðleikar að koma bóluefninu sem víðast, vegna dreifikostnaðar og framleiðsluáskorana hefur hingað til gert 2030 markmið stofnunarinnar ólíklegt. En nú heyrist frá stofnuninni að framleiðslan sé komin í betra horf og nú er öll áherslan lögð á markhóp 9-14 ára stúlkna.

Bólusetning drengja og karlmanna með einni eða tveimur bólusetningum ætti að fara hægar þar til framleiðsla og dreifing bóluefninsins er fullnægjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert