Úkraína geti unnið stríðið

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AFP

Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins, segir að Úkraínumenn geti unnið stríðið nú þegar ljóst er að hernaðaraðgerðir Rússa þar í landi hafi ekki gengið samkvæmt áætlun.

Stoltenberg benti til að mynda á að sókn Rússa í Donbas-héruðum í austurhluta Úkraínu hefði stöðvast.

„Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ganga ekki eins vel og ráðamenn í Moskvu vonuðust eftir,“ sagði Stoltenberg.

Hann benti á að Rússum hefði mistekist að ná höfuðborginni Kænugarði, og fleiri borgum á sitt vald.

mbl.is

Bloggað um fréttina