Meintur árásarmaður kvæntur einu fórnarlambanna

mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Maðurinn sem grunaður er um að vera ábyrgur fyrir stunguárás í Noregi í morgun er kvæntur einstaklingi sem er á meðal hinna særðu. Þrír særðust í árásinni, einn af þeim alvarlega. 

Áður var talið að árásarmaðurinn hefði valið fórnarlömbin af handahólfi. 

„Þetta er fjölskylda frá Sýrlandi og gerandi og fórnarlamb eru í hjónabandi,“ sagði lögreglan á svæðinu.

Árásin var framin í Numedal í suðausturhluta Noregs.

mbl.is