Segjast hafa drepið björn sem réðst á þau

Yfirvöld hafa ekki tilgreint um hvers konar björn var að …
Yfirvöld hafa ekki tilgreint um hvers konar björn var að ræða. Mynd úr safni. AFP

Hjón í Wisconsin í Bandaríkjunum segjast hafa drepið björn sem réðst á þau á heimili þeirra eftir að þau sáu hann éta fuglafóður þeirra.

Þetta kemur fram á vef The Guardian en yfirvöld hafa ekki tilgreint um hvers konar björn var að ræða.

Lögreglan segir að árásin hafi átt sér stað á föstudag á heimili nálægt Medford í norðurhluta Wisconsin. Hjónin sögðu yfirvöldum að björninn hafi ráðist inn um glugga eftir að þau öskruðu á hann að fara burt.

Bæði maðurinn og konan slösuðust áður en þeim tókst að stinga björninn með eldhúshníf. Að lokum tókst manninum að drepa dýrið með skotvopni. Þau fengu meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna nokkurra bita og annarra áverka áður en þeim var sleppt. Börn hjónanna sváfu í herbergjum sínum þegar árásin átti sér stað og slösuðust ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert