Beri að taka FFH alvarlega

Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA segist trúa á tilvist …
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA segist trúa á tilvist geimvera. AFP

Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, segist trúa á tilvist geimvera og frásögnum um fljúgandi furðuhluti (FFH) en fyrrum geimfarinn og öldungadeildarþingmaðurinn hefur fyrirskipað að ráðist verði í umfangsmiklar rannsóknir á óútskýrðum fyrirbrigðum.

Að sögn Nelson ræddi hann við tvo bandaríska herflugmenn sem urðu vitni að „óþekktum loftförum“ árið 2004 en málið er til rannsóknar. „Við tökum þessu mjög alvarlega,“ sagði Nelson á blaðamannafundi.

„Ég hef rætt við flugmenn sjóhersins sem vita að þeir urðu áskynja að einhverju árið 2004. Þeir röktu það á ratsjá sinni yfir strendur Kalíforniu og yfir Kyrrahafið. Síðan þá hafa um hundrað fyrirbrigða verið tilkynnt og hafa sum þeirra verið útskýrð, en flest þeirra eru óútskýrð.

Þannig að ég hef beðið NASA, og það verður tilkynnt innan örfárra daga, um að nálgast umrætt viðfangsefni frá vísindalegu sjónarhorni, þar sem við erum vísindaleg rannsóknarstofnun. Eftir um átta mánuði munu þeir gefa út skýrsluna,“ segir hann.

Þegar hann var spurður hvort loftförin gætu verið óvinveitt sagðist hann ekki vita það, en hann sagðist vona að svo væri ekki sökum þess að frásagnir flugmannanna benda til þess að loftförin geta ferðast á leifturhraða.

Loftfarið sem Dietrich sá í nóv­em­ber 2004. Það ferðaðist á …
Loftfarið sem Dietrich sá í nóv­em­ber 2004. Það ferðaðist á leifturhraða. mbl.is

Birtist sekúndum síðar í um 100 km fjarlægð

Herflugmaðurinn Alex Dietrich er einn af þeim sem urðu vitni að fjölda óþekktra loftfara við strendur Kaliforníu. Fyrirbærin ferðuðust á óútskýranlegum hraða að sögn Dietrich. Þeir lækkuðu flug sitt um 2400 metra á innan við sekúndu og hækkuðu síðan flug sitt um tugi kílómetra á nokkrum sekúndum. Atvikið náðist á myndavél sem og á ratsjá.

„Það hoppaði frá einum stað til annars og veltist um með óútreiknanlegum hætti. Við vorum á talstöðum okkar á meðan á þessu stóð að missa vitið,“ segir Dietrich. Þegar tilraunir voru gerðar til að ná sambandi við eitt af loftförunum, sem var um 12 metra að lengd, hvarf það, aðeins til að birtast aftur sekúndum síðar í um 100 kílómetra fjarlægð.

Um hundrað óúskýranlegra fyrirbrigða

Í fyrra birtist skýrsla starfs­hóps á veg­um banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI og leyniþjón­ustu flot­ans þar sem rannsakendur lögðust í umfangsmikla rannsóknarvinnu á FFH. Í henni kom fram að meirihluti þeirra tilfella sem voru til rannsóknar hjá starfshópnum voru óútskýranleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert