Reiði yfir dauða Freyju

Margir furða sig á ákvörðuninni.
Margir furða sig á ákvörðuninni. Ljósmynd/Ella Malme

Reiði hefur gripið um sig víða vegna dauða rostungsins geðþekka, Freyju, sem varð á skömmum tíma einn frægasti rostungur Noregs.

Hún var aflífuð á fimmtudaginn þar sem almenningur fylgdi ekki fyrirmælum norsku fiskistofunnar um að halda ákveðinni fjarlægð frá rostungnum, og hún því talin ógna lífi og heilsu fólks. 

„Það gengur ekki að Norska fiskistofan haldi því leyndu hvers vegna hún aflífaði Freyju,“ er haft eftir Christian Steel, líffræðingi og formannni norsku umhverfisverndarsamtakanna Sabima á vef NRK

Fagfólk hafi vitað að Freyja væri undir álagi

Hann hefur óskað eftir frekari skýringum frá Fiskistofunni, en fulltrúar hennar lögðu leið sína í Óslóarfjörð á laugardagsmorgunn og svæfðu Freyju.

„Þetta á sér einhverjar skýringar. Fagaðilar hljóta að hafa komið að málinu og komist að þeirri niðurstöðu að dýrið væri undir álagi,“ sagði hann.

Norska fiskistofan kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þegar NRK leitaði eftir því. Matvælaeftirlit Noregs og lögreglan í Ósló komu að ákvörðuninni.

Fólkið er hættan

Þá hafa nokkrir íslenskir netverjar tjáð sig um málið á Twitter:

mbl.is