Ljósi varpað á hrap herflugvélarinnar í Noregi

Flugvélin var af gerðinni V-22 Osprey.
Flugvélin var af gerðinni V-22 Osprey. AFP

Myndskeið sem tekið var upp með GoPro-myndavél, þykir varpa betra ljósi á orsakir flugslyssins, þar sem bandarísk herflugvél hrapaði í Noregi við heræfingar í mars. 

Myndavélinni hafði verið smyglað um borð í herflugvélina, en almennt er óheimilt að hafa einkamyndavélar meðferðis um borð í herflugvélum bandaríska hersins. Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu. 

Of krappar beygjur

Norska ríkisútvarpið hefur birt skjáskot úr myndskeiðinu. Þar sést að veðuraðstæður voru með góðu móti. Flugmaðurinn virðist hafa flogið of nærri fjallshlíð, í um 10 metra fjarlægð, og þá þurft að taka krappa beygju sem flugvélin réð ekki við. 

Þá þurfti flugmaðurinn að taka aðra krappa beygju til að leiðrétta stefnuna, en dalurinn var of þröngur. Skall flugvélin þá á hlíðinni, en flugmanninum hafði ekki tekist að hækka flugið nægilega mikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert