Stærsti heimaprjónaði regnbogafáni heims í Danmörku

Ef þú átt leið um Kaupmannahöfn þessa vikuna er ekki …
Ef þú átt leið um Kaupmannahöfn þessa vikuna er ekki úr vegi að koma við á Norðurbryggju á Christianshavn en þar gefur að líta stærsta heimaprjónaða LGBTQ+ fánaheims.

Framhlið menningarhússins Norðurbryggju í Christianshavn í Danmörku verður skreytt 9,2 metra regnbogafána í ár í tilefni PRIDE-hátíðarinnar. Um er að ræða stærsta heimaprjónaða LGBTQ+ fána heims.

Fánaverkefnið var unnið af skipuleggjendum á bak við hina árlegu prjónahátið Pakhusstrik sem Norðurbryggjan stendur fyrir. Konurnar á bak við Pakhusstrik eru prjónahönnuður og forstöðumaður Jónshúss, Halla Benediktsdóttir, og verkefnastjóri Norðurbryggju, Ásta Stefánsdóttir.

Fáninn stækkaður og bætt við litum

Halla og Ásta þróuðu hugmyndina um prjónaðan PRIDE fána og kynntu á sömu hátíð í fyrra 7,2 metra langan og 1,5 metra breiðan fána.

Nú hefur fáninn verið stækkaður um heila tvo metra og bætt hefur við hann nýju litunum, hvítum, svörtum, brúnum, bláum og bleikum.

mbl.is