20 brenndust er þeir stukku úr lest inn í skógarelda

Skógareldar hafa breiðst hratt út á Spáni.
Skógareldar hafa breiðst hratt út á Spáni. AFP/Aris Oikonomou

Að minnsta kosti tuttugu lestarfarþegar hlutu brunasár þegar þeir stukku úr lest sem var umlukin skógareldum nálægt Castellón á norðausturhluta Spánar. Þrír farþeganna hlutu alvarleg brunasár.

Lestin var á leið frá Sagunto til Zaragoza með 48 farþegar innanborðs þegar lestarstjórinn ákvað að stöðva lestina þar sem skógareldar breiddust hratt út um svæðið þar sem teinarnir lágu. Hann taldi ekki óhætt að halda áfram og ætlaði að snúa lestinni við.

Eldurinn hófst á eldingu

Nokkrir farþeganna óttuðust þó að lestin yrði eldinum að bráð og í mikilli geðshræringu tókst þeim að brjóta rúðu og stökkva frá borði. Þegar fólkið áttaði sig á því að það var engin undankomuleið fór það aftur inn í lestina, en þá höfðu nokkrir þegar hlotið brunasár.

Þyrla sótti tvö þeirra sem hlutu verstu brunsárin og flutti á nálægt sjúkrahús, en um var að ræða tíu ára stúlku og 58 ára konu.

Yfir þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Bejís í Valencia vegna eldanna sem hafa brennt yfir tíu þúsund hektara svæði.

Upp­tök elds­ins má rekja til eld­ingar sem laust niður á Vall de Ebo svæðinu í Alican­te seint á laug­ar­dag og hafa eld­ar síðan breiðst hratt út með sterk­um vind­um. 

mbl.is