Mótmæltu og fóru úr að ofan við hlið kanslarans

Olaf Scholz virðir fyrir sér skilaboðin.
Olaf Scholz virðir fyrir sér skilaboðin. AFP

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, stillti sér upp í myndatöku í dag með tveimur konum sem voru berar að ofan en það var nú reyndar ekki ætlunin hjá honum. 

Konurnar voru kappklæddar þegar þær óskuðu eftir myndatöku með kanslaranum en opið hús var hjá stjórnvöldum í Þýskalandi þar sem almenningi gefst færi á að komast nær þeim sem stjórna og komast um stundarsakir inn fyrir þröskuldana í ráðuneytunum og helstu stofnunum í Berlín.

Þegar kanslarinn var tilbúinn í myndatökuna rifu konurnar sig úr að ofan. Voru skilaboð máluð á brjóstkassa og maga hjá þeim báðum. Þar stóð: Gas embargo now. 

Gripið í taumana.
Gripið í taumana. AFP

Sem kunnugt er reiða Þjóðverjar sig á gas frá Rússlandi en hafa verið gagnrýndir fyrir eftir innrásina í Úkraínu.  

Konurnar voru fjarlægðar í skyndi af þeim sem sinntu öryggisgæslunni í kringum kanslarann.

mbl.is