Yfirlýsingu Pútíns frestað

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Mikhaíl Klímentév

Yfirlýsingu sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hugðist gefa út í kvöld hefur verið frestað.

Heimildir frá Kreml herma að yfirlýsingunni hafi verið frestað án útskýringa, en þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Ekki hefur komið fram hvers efnis yfirlýsing Rússlandsforsetans sé.

Greint var frá því fyrr í dag að efnt verði til atkvæðagreiðslu á hernumdum svæðum í fjórum héruðum í Úkraínu.

Gagnsóknir Úkraínu á umræddum svæðum hafa borið góðan árangur en her­sveit­ir frá Kænu­garði hafa end­ur­heimt nokk­ur hundruð bæi og þorp sem Rússar höfðu áður á valdi sínu.

mbl.is