Trjágrein tekur fréttamann niður í útsendingu

Kröftugir vindar blása í Flórída.
Kröftugir vindar blása í Flórída. AFP/Gerardo Mora

Um þessar mundir er eflaust til eftirsóttara starf en að vera fréttamaður á vettvangi í Flórídaríki í Bandaríkjunum þar sem fellibylurinn Ian er skollinn á.

Á myndskeiði sem birt var á Youtube má sjá veðurfréttamanninn Jim Cantore berjast við að standa í lappirnar þar sem hann er úti að lýsa aðstæðum við Punta Gorda í Flórída fyrir áhorfendum Veðurstöðvarinnar.

Í miðri útsendingu lendir hann svo í því að trjágrein fýkur á hann á fullri ferð og fellir hann. Cantore lét það þó ekki stöðva sig heldur stóð hann upp og labbaði að næsta staur sem hann gat notað til að ná betra jafnvægi í storminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert