Dauði 66 barna rakinn til mengaðrar hóstasaftar

Ekki er vitað með vissu hvort vörurnar voru aðeins til …
Ekki er vitað með vissu hvort vörurnar voru aðeins til sölu í Gambíu. Ljósmynd/Colourbox

Alþjóðaheilbrigðistofnunin (WHO) hefur gefið út viðvörun mögulegra tengsla kvef- og hóstasaftar frá indverska lyfjafyrirtækinu Maiden Pharmaceuticals við andlát 66 barna í Gambíu. Um er að ræða fjórar gerðir af slíkri hóstasaft frá fyrirtækinu.

Rannsókn á sýnum úr hóstasaftinni leiddi í ljós að hún innihélt óásættanlega mikið magn af bæði diethylene glýkól og ethylene glýkól, en svo virðist sem einhvers konar mengun hafi átt sér stað.

Efnin eru hættuleg mannfólki og geta valdið dauða. Eitrunaráhrif vegna þeirra geta meðal annars komið fram í uppköstum, niðurgangi, höfuðverkjum, erfiðleikum við þvaglát og nýrnabilun. Börnin sem létust í Gambíu hlutu öll alvarlegan nýrnaskaða sem leiddi til nýrnabilunar.

Í viðvörun WHO kemur fram að þrátt fyrir að aðeins sé vitað til þess að vörurnar hafi verið í sölu í Gambíu, þá sé ekki hægt að útiloka að þær sé í umferð víðar.

mbl.is