Skemmdarverk unnin á gasleiðslunum að sögn Svía

Mynd sem var tekin 29. september sem sýnir gas leka …
Mynd sem var tekin 29. september sem sýnir gas leka upp á yfirborðið frá Nord Stream 2 gasleiðslunni í Eystrasalti, en sú leiðsla er innan sænsku efnahagslögsögunnar. AFP

Rannsókn á tveimur lekum Nord Stream-gasleiðslunnar, sem tengir Rússlands við Evrópu, hefur styrkt grunsemdir manna um að þarna hafi verið um skemmdarverk að ræða. Þetta segja sænsk yfirvöld. 

„Við getum slegið því sem föstu að það urðu tvær sprengingar í Nord Stream 1 og 2 innan sænska efnahagssvæðisins sem leiddu til umfangsmikilla skemmda á gasleiðslunum,“ sagði Mats Ljungqvist, ríkissaksóknari Svíþjóðar. 

Hann bætti við að sakamálarannsókn hafi styrk þær grunsemdir manna að þarna hefðu átt sér stað skipulögð skemmdarverk. 

Ljungqvist segir að nú verði farið yfir þau sönnunargögn sem hafi fundist á vettvangi. 

Hann fór ekki nánar á í saumana málinu enda væri það á afar viðkvæmu stigi. 

Fjórir lekar komu í ljós skammt frá dönsku eyjunni Borgundarhólmi í Eystrasalti á mánudag í síðustu viku. 

Tveir lekar voru innan efnahagslögsögðu Svía en hinir tveir innan yfirráðasvæði Dana. 

Á mánudag sagði embætti ríkissaksóknarans í Svíþjóð að svæðið í kringum lekana hefði verið girt af á meðan rannsókn stæði yfir. Öllum takmörkunum var síðan aflétt í dag. 

mbl.is