Hundrað milljónir evra í vopnakaup

Úkraínski herinn hefur endurheimt landsvæði í héruðum sem Rússar hafa …
Úkraínski herinn hefur endurheimt landsvæði í héruðum sem Rússar hafa innlimað ólöglega. AFP/Yasuyoshi Chiba

Stjórnvöld í Frakklandi hafa stofnað 100 milljóna evra sjóð til aðstoðar Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að nýta eigi sjóðinn í vopnakaup.

Rúss­nesk­ir her­menn hafa átt und­ir högg að sækja bæði í suðri og austri að und­an­förnu vegna öfl­ugr­ar gagn­sókn­ar Úkraínu­manna.

Úkraínsk­ar her­sveit­ir hafa end­ur­heimt landsvæði í þeim héruðum sem Rúss­ar inn­limuðu á ólög­leg­an hátt á dög­un­um. Þær sækja fram skammt frá borg­inni Ker­son í Ker­son-héraði í suður­hluta Úkraínu og hafa einnig náð um­tals­verðum ár­angri í austri.

mbl.is