Castillo steypt af stóli í Perú

Þessi mynd af forseta Perú Pedro Castillo var tekið fyrr …
Þessi mynd af forseta Perú Pedro Castillo var tekið fyrr á þessu ári. AFP/Carlos Mamani

Forseti Perú Pedro Castillo leysti fyrr í dag upp þing landsins og sagðist ætla að stjórna með tilskipun. Yfirlýsing hans var dæmd sem tilraun til valdaráns, en aðeins klukkustundum seinna var áætluð kosning um að koma honum úr embætti.  

Castillo er fyrrverandi skólakennari sem tók óvænt við völdum hefðbundinnar stjórnmálaelítu Perú. Hann hefur staðið frammi fyrir stanslausum krísum, með ítrekuðum upphlaupum, margendurteknum spillingarrannsóknum og mótmælum frá því hann náði kjöri í júlí í fyrra.

Mótmælti á Twitter

Varaforseti Perú Dina Boluarte tók ekki undir „valdaránstilögu“ forseta landsins, Pedro Castillo þegar hann sagðist myndi leysa upp þing landsins fyrr í dag og setja þess í stað neyðarstjórn sem myndi stjórna með hans tilskipun.

„Ég hafna ákvörðun Castillo að fara gegn stjórnarskránni og leysa upp þjóðþingið. Það er valdarán sem eykur á stjórnarkreppuna í landinu,“ póstaði Boluarte á Twitter.

Lisa Kenna, sendiherra Bandaríkjanna í höfuðborginni Líma, tók undir með varaforsetanum á Twitter og sagði Bandaríkin hvetja Castillo forseta til að hætta strax við allar hugmyndir um að leysa upp þingið og að leyfa lýðræðislega kjörnum fulltrúum að starfa samkvæmt stjórnarskránni.

Þingmenn Perú fagna eftir að niðurstöður kosninga um að steypa …
Þingmenn Perú fagna eftir að niðurstöður kosninga um að steypa forsetanum, Pedro Castillo, af stóli urðu ljósar í dag. AFP/Cris Bouroncle

Vopnin snérust í höndunum á Castillo

Þingið tók síðan málin í sínar hendur og kaus um það að velta Castillo af stjórnarstóli og tóku ekkert mið af ákvörðun hans um að fella niður lagalega heimild til þess, nokkrum klukkustundum fyrr.

Tillagan um að steypa Castillo af stóli fyrir „siðferðilegt vanhæfi“ var samþykkt af 101 af 130 þingmönnum við athöfn sem var sjónvarpað beint í dag.

mbl.is