Önnur aftakan í tengslum við mótmælin

Íbúar í New York-borg mótmæla fyrri aftökunni í Íran.
Íbúar í New York-borg mótmæla fyrri aftökunni í Íran. AFP/Spencer Platt/Getty

Önnur aftakan í tengslum við mótmælin í Íran, sem hafa staðið yfir í næstum þrjá mánuði, fór fram í morgun.

„Majidreza Rahnavard, sem var dæmdur til dauða 29. nóvember fyrir að drepa tvo öryggisverði með hnífi og fyrir að særa fjóra aðra“, var tekinn af lífi fyrir framan almenning í Mashhad,“ sagði í frétt Mizan Online.

Maðurinn var handtekinn 19. nóvember þegar hann reyndi að flýja landið, að sögn Mizan.

Fyrsta aftakan í tengslum við mótmælin fór fram síðastliðinn fimmtudag eftir að 23 ára maður var dæmdur til dauða. Aftakan var harðlega gagnrýnd víða um heim.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert