Skutu 14 ára dreng til bana

Margmenni var þegar Omar var syrgður í Betlehem í dag.
Margmenni var þegar Omar var syrgður í Betlehem í dag. AFP/Hazem Bader

Ísraelskir hermenn skutu 14 ára palestínskan dreng til bana nálægt Betlehem-borg í Palestínu í dag.

Omar Khmour, sem var 14 ára gamall, var skotinn í höfuðið í Dheisheh flóttamannabúðunum í morgun og „lést af sárum sínum“ að sögn heilbrigðisráðuneytis Palestínu.

Ísraelski herinn tilkynnti að hermenn þeirra hafi hafið skothríð eftir að „hinir grunuðu köstuðu grjóti, sprengiefnum og bensínsprengjum að hermönnunum“.

Palestínska fréttastofan Wafa sagði að herinn hafi komið inn í flóttamannabúðirnar undir dögun og hafið áhlaup á heimili óbreyttra borgara.

Að minnsta kosti 26 Ísraelsmenn og 200 Palestínumenn létust á síðasta ári í átökum á milli þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert