Minnist helfararinnar og segir nasista í Úkraínu

Vladimír Pútín ásamt æðsta rabbína Rússlands, Berel Lazar, og forseta …
Vladimír Pútín ásamt æðsta rabbína Rússlands, Berel Lazar, og forseta Samtaka samfélags gyðinga í Rússlandi, Alexander Boroda, í Kreml í gær. AFP/Mikhail Metzel

Vladimír Pútín Rússlandsforseti minnti á fyrri fullyrðingar í dag, á minningardegi helfararinnar, að Rússar væru að berjast gegn nýnasistum í Úkraínu.

„Að gleyma því sem sagan hefur kennt okkur leiðir til þess að hræðilegir harmleikir endurtaka sig,“ sagði Pútín í yfirlýsingu.

„Þetta er tilfellið í glæpum gegn almennum borgurum, þjóðernishreinsunum og refsiaðgerðum skipulögðum af nýnasistum í Úkraínu. Það er gegn þeirri illsku sem hermenn okkar berjast hugrakkir gegn,“ segir Pútín.

Þessum fullyrðingum hefur verið mótmælt af ríkisstjórn Úkraínu og af samfélagi gyðinga í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert