Erdogan útilokar ekki að styðja umsókn Finna

Tayyip Erdogan.
Tayyip Erdogan. AFP/Adem Altan

Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, virðist ekki útiloka að styðja umsókn Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu NATO ef marka má ummæli hans í sjónvarpsþætti í Tyrklandi. 

Svíþjóð og Finnland sóttu um aðild að NATO á síðasta ári en stjórnvöld í Tyrklandi hafa sett sig upp á móti því að ríkin fái inngöngu. 

„Ef nauðsyn krefur þá gætum við meðhöndlað umsókn Finnlands með öðrum hætti en umsókn Svíþjóðar. Svíar fá sjokk ef við samþykkjum umsókn Finna,“ sagði Erdogan í sjónvarpsþættinum. 

mbl.is