Kínverjar segja ásakanirnar rangar

Stríðið í Úkraínu hefur nú geisað í tæplega ár.
Stríðið í Úkraínu hefur nú geisað í tæplega ár. AFP/Yasuyoshi Chiba

Kínversk yfirvöld saka Bandaríkjamenn um að fara með rangt mál en í gær sagði Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna að Kínverjar væru að íhuga að senda her­gögn til Rússa til þess að aðstoða þá við inn­rás­ina í Úkraínu.

„Það eru Bandaríkin, ekki Kína, sem senda stöðugt vopn á vígvöllinn,“ svaraði Wang Wenbin, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, er hann var spurður út í ásakanir Blinkens. 

„Við hvetjum Bandaríkjamenn til að líta í eigin barm og gera meira til þess að stöðva stríðið, stuðla að friði og friðarviðræðum, og hætta að kenna öðrum um og breiða út falsfréttir.“ 

Blin­ken sagði í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Face the Nati­on á CBS-sjón­varps­stöðinni banda­rísku að á meðal þess sem Kín­verj­ar væru að íhuga væri að senda allt frá skot­fær­um til vopn­anna sjálfra.

Wenbin sagði að stefna Kínverja hvað viðkæmi stríðinu í Úkraínu væri að stuðla að friði og friðarviðræðum.

mbl.is