Tvær vélar skullu nærri saman

Flugvél JetBlue var að lenda þegar vél Learjet tók af …
Flugvél JetBlue var að lenda þegar vél Learjet tók af stað. Ljósmynd/Wikipedia/Quintin Soloviev

Tvær flugvélar skullu nærri því saman á Logan-flugvelli í Boston í gærkvöldi. Önnur vélin fór af stað án þess að hafa leyfi til þess, á meðan hin var að lenda á annarri flugbraut.

Vél frá flugfélaginu JetBlue, sem kom frá Nashville, tók af stað og komst rétt fram hjá vél af gerðinni Learjet, að sögn Flugmálastofnunar Bandaríkjanna (FAA). Segist stofnunin munu rannsaka atvikið gaumgæfilega til þess að ákvarða tildrög þess.

Fékk fyrirmæli um að bíða

„Bráðabirgðaniðurstöður okkar gefa til kynna að flugmaður Learjet-vélarinnar hafi farið af stað án þess að hafa fengið grænt ljós. Á sama tíma var vél Jetblue að undirbúa lendingu,“ segir í yfirlýsingu FAA.

Flugumferðarstjóri bað flugmann Learjet að bíða eftir að vél Jetblue hefði lent. Flugmaðurinn tók við skilaboðunum en hóf engu að síður flugtak. Vél Jetblue var 15 mínútum of sein en í yfirlýsingu flugfélagsins segir að öryggi farþega sé ávallt í fyrirrúmi og að starfsfólk hafi þjálfun til þess að takast á við atvik eins og þessi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert