Að minnsta kosti 23 látnir í óveðri í Mississippi

Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið.
Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið. AFP/Mississippi Highway Patrol

Að minnsta kosti 23 hafa látið lífið vegna kraftmikils hvirfilsbyls og þrumuveðurs sem herjaði á Mississippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 

ABC News greinir að fjölmargir eru slasaðir og þá er fjögurra saknað. 

Tugir þúsunda í Mississippi, Alabama og Tennessee eru án rafmagns.

„Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Brandy Showah, íbúi í Rolling Fork, við CNN. Hún sagði bæinn vera nánast horfinn. 

Tugir þúsunda í Mississippi, Alabama og Tennessee eru án rafmagns.
Tugir þúsunda í Mississippi, Alabama og Tennessee eru án rafmagns. AFP/Mississippi Highway Patrol
mbl.is