Trump: Nornaveiðar sem komi í bakið á Biden

Trump hefur tjáð sig um ákæruna.
Trump hefur tjáð sig um ákæruna. Drew Angerer/Getty Images Norður-Ameríka/AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandríkjaforseti, segir ákvörðun ákærudómstóls í New York um að ákæra sig fyrir mút­ur­greiðslur til klám­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels vera pólitískar ofsóknir og kosningaafskipti.

Forsetinn gaf út yfirlýsingu fyrir skömmu.

Greint var frá því fyrr í kvöld að dómstólinn hafi ákveðið að ákæra Trump. Það hef­ur aldrei áður skeð í sögu Banda­ríkj­anna að fyrr­ver­andi for­seti sé ákærður með þess­um hætti.

„Ég trúi því að þessar nornaveiðar komi í bakið á Joe Biden,“ segir í yfirlýsingu Trump.

mbl.is