Páfinn alvarlegur í bragði á pálmasunnudag

Páfinn virðist vera orðinn hress en hann útskrifaðist af sjúkrahúsi …
Páfinn virðist vera orðinn hress en hann útskrifaðist af sjúkrahúsi í gær. AFP/Vincenzo Pinto

Frans páfi virðist hafa jafnað sig að fullu eftir veikindi í síðustu viku, en hann var mættur á Péturstorgið í Vatíkaninu í morgun, í tilefni pálmasunnudags, til að setja viðburði vegna páskahátíðarinnar, aðeins daginn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi.

Páfinn, sem er 86 ára, veifaði til fólks þegar honum var ekið inn á torgið í bíl sínum, en hann var þó alvarlegur í bragði þegar hann setti kaþólska athöfn fyrir framan um 30 þúsund manns.

Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudaginn vegna öndunarfærasýkingar, en braggaðist fljótt og var útskrifaður í gær. Hann sló á létta strengi þegar hann ræddi við mannfjölda sem hafði safnast saman til að taka á móti honum og þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, svaraði hann því til að hann væri enn lifandi.

Töluverðar áhyggjur hafa vaknað vegna heilsu páfans, en hann hefur notast við hækjur og hjólastól um tíma. Hann hef­ur þegar und­ir­ritað yf­ir­lýs­ingu um af­sögn úr embætti verði hann of veik­ur til þess að sinna skyld­um sín­um.

AFP/Vincenzo Pinto
mbl.is