Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir skemmdir á stórri úkraínskri stíflu bera vott um eyðilegginguna sem innrás Rússa í Úkraínu hefur haft í för með sér.
„Eyðilegging stíflunnar Kakhovka gerir það að verkum að þúsundir almennra borgara eru í hættu og veldur alvarlegum umhverfisskaða. Þetta er svívirðilegur verknaður, sem sýnir enn og aftur grimmdina í stríði Rússa í Úkraínu,” skrifaði Stoltenberg á Twitter.
The destruction of the Kakhovka dam today puts thousands of civilians at risk and causes severe environmental damage.
— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) June 6, 2023
This is an outrageous act, which demonstrates once again the brutality of #Russia’s war in #Ukraine.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir árásina vera „nýja vídd” þegar kemur að stríðinu og bætast við mörg önnur afbrot rússneskra hermanna sem ráðast á staði fyrir almenna borgara í stað þess að beina sjónum sínum að hernaðarlegum skotmörkum.
„Þetta er hluti af mörgum glæpum sem við höfum séð rússneska hermenn í Úkraínu fremja og eru hluti af hernaði þeirra þar sem ráðist er á almenna borgara – bæi, þorp, sjúkrahús, skóla,” sagði Scholz.
Hann sagði eyðileggingu stíflunnar vera „nýja vídd sem passar einnig inn í hvernig Pútín [Rússlandsforseti] hagar sér í stríðinu”.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fordæmir árásina og segir hana bæði hræðilega og fordæmislausa.
„Hryllingurinn sem úkraínskur almenningur verður fyrir af hendi óvinar síns heldur áfram að fara yfir öll mörk. Þúsundir almennra borgara eru í hættu,” skrifaði hann á Twitter.
The unprecedented terror attack on dam in the Kherson region is shocking. This is a terrible and major disaster unfolding. #Kherson The terror inflicted on the Ukrainian people on the behalf of the aggressor continues to cross new boundaries. Thousands of civilians are at risk. pic.twitter.com/qitdSjxR7L
— Bjarni Jónsson (@Bjarni_Jonsson) June 6, 2023