Beiðni Trumps um ný réttarhöld hafnað

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP/ Andrew Cabellero-Reynolds

Beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, um ný réttarhöld í máli sem blaðamaðurinn E. Jean Carroll höfðaði gegn honum, hefur verið hafnað. Þá var beiðnum hans um að skaðabætur til Carroll yrðu lækkaðar í minna en eina milljón bandaríkjadala einnig hafnað.

Reuters greinir frá þessu.

Trump var hinn 9. maí síðastliðinn dæmdur sekur fyrir kynferðisbrot og meiðyrði gegn Carroll. Trump var gert að greiða Carroll fimm millj­ón­ir bandaríkjadala, eða um 680 millj­ón­ir ís­lenskra króna, fyr­ir kyn­ferðis­brotið og 280 þúsund bandaríkjadala, eða um 38 millj­ón­ir króna, í bæt­ur vegna meiðyrða.

Í umfjöllun Reuters kemur fram að dómarinn í málinu hafi ekki talið fyrri niðurstöðu gefa til kynna að um „alvarlega ranga“ niðurstöðu væri að ræða né „réttarmorð“. Þá hafi Trump, með því að kalla skaðabæturnar fyrir kynferðisbrotið óhóflegar, hunsað sönnunargögnin sem sett hafi verið fram í fyrra málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert