Maður handtekinn vegna morðsins á Tupac Shakur

Veggmynd af rapparanum Tupac Shakur í Los Angeles.
Veggmynd af rapparanum Tupac Shakur í Los Angeles. AFP

Lögreglan í Las Vegas í Bandaríkjunum hefur handtekið mann í tengslum við morðið á rapparanum Tupac Shakur, sem var einnig þekktur sem 2Pac.

Morðmálið hefur verið óupplýst frá árið 1996 en rapparinn lést þann 13. sept­em­ber í Las Vegas það ár. Þá var hann skot­inn fjór­um sinn­um í bíl sín­um þegar hann beið á rauðu ljósi. Var hann 25 ára gam­all.

Shak­ur, sem seldi meira en 75 millj­ón­ir platna um all­an heim, var tek­inn inn í frægðar­höll rokks­ins árið 2017.

„Compont-goðsögnin“ handtekin

AP-fréttaveitan greinir frá því að Duane „Keffe D“ Davis hafi verið handtekinn á föstudag en eðli ákærunnar, eða ákæranna, er enn ekki ljóst.

Davis er meðlimur glæpagengisins „New York Crips“ er æskuvinur rapparans Easy-E úr rappsveitinni N.W.A.

Davis hefur lengi verið kunnugur lögregluyfirvöldum. Hann hefur jafnvel sjálfur viðurkennt, bæði í viðtölum og í ævisögu sinni, „Compton Street Legend“, að hann hafi verið í Cadillac-bílnum sem úr var skotið þegar Shakur var myrtur.

Lög­regl­an í Nevada-ríki í Banda­ríkj­un­um hóf hús­leit í út­hverfi Las Vegas-borg­ar í síðasta mánuði í tengsl­um morðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert