Talið að prestar hafi misnotað yfir 200 þúsund börn

Angel Gabilondo á blaðamannafundinum í morgun.
Angel Gabilondo á blaðamannafundinum í morgun. AFP/Javier Soriano

Talið er að yfir 200 þúsund börn hafi verið kynferðislega misnotuð af prestum innan kaþólsku  kirkjunnar á Spáni frá árinu 1940.

Þetta kemur fram í niðurstöðum sjálfstæðrar rannsóknarnefndar sem voru birtar í dag. Nákvæmar tölur voru ekki gefnar upp.

Í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem 8 þúsund manns svöruðu, sögðust 0,6% fullorðinna Spánverja, sem samtals eru 39 milljónir talsins, hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu prestastéttarinnar þegar þeir voru börn að aldri.

Prósentutalan hækkar í 1,13%, eða í yfir 400 þúsund manns, þegar misnotkun af hálfu annarra sem komu að starfi kirkjunnar er tekin með í reikninginn. 

Þessu greindi rannsakandinn Angel Gabilondo frá á blaðamannafundi.

Fregnirnar eru þær nýjustu sem snúa að kaþólsku kirkjunni varðandi kynferðislegt ofbeldi tengdu henni víðs vegar um heiminn síðustu tvo áratugina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka