Mikil óvissa um ESB

Frá Alþingi
Frá Alþingi Þorkell Þorkelsson

Mikil reiði í röðum stjórnarandstöðuþingmanna gerði það að verkum að stjórnarandstaðan hvarf frá því samkomulagi sem náðst hafði á Alþingi um málsmeðferð ESB á þingi. Eftir að þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar ákváðu að styðja tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu varð ljóst að mjótt verður á mununum þegar atkvæði verða greidd á Alþingi á hádegi í dag um ESB.

Áður en atkvæði verða greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar verða greidd atkvæði um breytingartillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að tillaga sjálfstæðismanna geti fengið 31 atkvæði. Sjálfstæðismenn reikna með 16 atkvæðum eigin þingmanna, sjö atkvæðum frá Framsókn, a.m.k. 5 atkvæðum frá VG og þremur atkvæðum frá þingmönnum Borgarahreyfingarinnar.

Framsóknarþingmennirnir Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa lýst því yfir að þau hyggist styðja þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að sótt verði um ESB-aðild. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er framsóknarmönnum heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar, sem er þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því kjördæmi er mjög hörð andstaða við ESB-aðild, ekki síst meðal framsóknarmanna.

Frá Alþingi
Frá Alþingi Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær