Meginverkefnum nefndarinnar lauk vorið 1999

Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir að meginverkefnum byggingarnefndar Þjóðleikhússins hafi verið lokið vorið 1999 þegar nefndin kynnti greinargerð um nýja áætlun um væntanlegar framkvæmdir í húsinu og kostnað við þær. Meðal annars þess vegna hefði verið ákveðið að skipa ekki nýjan mann í nefndina þegar einn nefndarmanna lést á síðasta ári.

Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra, skipaði byggingarnefnd fyrir Þjóðleikhúsið í febrúar 1989, en þá lá fyrir ákvörðun um að fara út í miklar endurbætur á leikhúsinu. Viðhald á húsinu hafði verið lítið í mörg ár og má segja að húsið hafi hvorki haldið vindi né vatni. Í byggingarnefndina voru valdir Skúli Guðmundsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar, Árni Johnsen alþingismaður, Runólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Guðni Jóhannesson verkfræðingur og Sveinbjörn Óskarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. Gísli Alfreðsson þjóðleikhússtjóri starfaði einnig með nefndinni. Menntamálaráðherra réð Gunnar St. Ólafsson byggingaverkfræðing, sem verkefnisstjóra í þjónustu byggingarnefndar og starfaði hann meðan meginendurbæturnar fóru fram. Skúli var skipaður formaður byggingarnefndar, en Árni varaformaður. Árni tók hins vegar við formennsku í nefndinni á árinu 1990. Hann hafði áður gegnt formennsku í tveimur nefndum sem skipaðar voru af fyrrverandi menntamálaráðherrum til að undirbúa endurbætur á Þjóðleikhúsinu og kanna ástands hússins.

Viðgerðir á Þjóðleikhúsinu voru það umfangsmiklar að óhjákvæmilegt var að loka húsinu og var það gert í marsbyrjun 1990. Viðhaft var lokað útboð á fyrsta áfanga framkvæmda og var tilboði Ítaks hf. tekið en fyrirtækið bauðst til að taka þær að sér fyrir um 80% af kostnaðaráætlun, sem nam 246 milljónum á verðlagi þess árs. Þjóðleikhúsið var opnað að nýju 22. mars 1991 að loknum viðgerðum.

Viðgerðum á húsinum var hins vegar fráleitt lokið og á næstu árum var ráðist í umtalsverðar endurbætur á húsinu.

Átti að skipuleggja framhald uppbyggingarstarfs hússins

Sú spurning vaknar hins vegar hvers vegna nefndin er enn starfandi 10 árum eftir að meginverkefnum nefndarinnar lauk og raunar hefur komið fram að bæði forsætisráðherra og nefndarmönnum í fjárlaganefnd var ókunnungt um að nefndin væri enn starfandi.

Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði að árið 1996 hefði hann endurskipað nefndina jafnframt því sem nefndarmönnum var fækkað úr fimm í þrjá. Í nefndina voru þá skipaðir Árni Johnsen, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Steindór Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

"Menntamálaráðuneytið taldi eðlilegt, að starfandi væri nefnd til að fjalla um endurbætur og uppbyggingu Þjóðleikhússins eins og segir í erindisbréfi hennar í ljósi þess, að framkvæmdum við húsið væri ekki lokið. Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar frá 13. febrúar 1996 hefur það meðal annars verið hlutverk nefndarinnar að skipuleggja framhald uppbyggingarstarfs hússins, gera áætlanir um kostnað og tillögur um leiðir og verklag."

Áætlunin barst ráðuneytinu vorið 1999

Björn sagði að 31. júlí 1997 hefði ráðuneytið óskað eftir því að byggingarnefnd Þjóðleikhússins gerði nýja áætlun um væntanlegar framkvæmdir þar á næstu árum og kostnað við þær. Óskaði ráðuneytið eftir því að Framkvæmdasýsla ríkisins kæmi að þessari áætlanagerð þannig að gætt væri krafna um opinberar framkvæmdir. "Með hliðsjón af slíkri framkvæmdaáætlun og kostnaðarmati á grundvelli hennar mundi ráðuneytið beita sér fyrir fjárveitingum til endurbóta á Þjóðleikhúsinu. Greinargerð um kostnaðaráætlun og lúkningu endurreisnar Þjóðleikhússins barst ráðuneytinu vorið 1999 og var hún kynnt stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga."

Steindór Guðmundsson lést á síðasta ári en menntamálaráðuneytið hefur ekki skipað mann í nefndina í hans stað. Menntamálaráðherra var spurður hvers vegna það hefði ekki verið gert.

"Fulltrúinn í nefndinni, sem lést, var framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Meginverkefni nefndarinnar var lokið með þeirri greinargerð, sem var kynnt vorið 1999. Á hinn bóginn hélt nefndin áfram að taka afstöðu til einstakra viðhaldsframkvæmda og endurbóta undir forsjá Framkvæmdasýslu ríkisins og var ekki talin ástæða til að nýr forstjóri hennar tæki sæti í nefndinni, enda fylgdist Framkvæmdasýslan með öllum framkvæmdum og annaðist greiðslu reikninga."

"Allóformlegt" nefndarstarf

Árni Johnsen sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að endurbætur á Þjóðleikhúsinu, sem hófust árið 1990, hefðu kostað rúmlega einn milljarð króna.

Hann sagði um nefndarstarfið að Steindór hefði aldrei verið mjög virkur í nefndinni. Starfið hefði að mestu hvílt á sínum herðum í samráði við þjóðleikhússtjóra og hans fólk.

"Nefndarstarfið hefur verið unnið allóformlega. Þetta hefur farið þannig fram að það hefur verið metið af þjóðleikhússtjóra og hans fólki hvað væri brýnast að gera, auk þess sem það hefur komið upp neyðarstaða í ákveðnum tilvikum og þá hefur verið reynt að vinna úr því eftir bestu getu."

Árni sagði að það hefði komið fyrir að hann hefði útvegað byggingarefni, en meginreglan hefði þó verið að verkstjórar hefðu séð um að útvega það.

Árni hefur haft prókúrrétt fyrir byggingarnefndina. Greiðsluflæðið hefur farið í gegn um Framkvæmdasýslu ríkisins sem séð hefur um að færa bókhald fyrir nefndina.

Hann sagði að endurbótum hefði hins vegar ekki verið lokið þó að starfsemi hefði hafist í húsinu að nýju. "Það var í reynd búið að opna stórt sár í húsinu, inn í allt lagnakerfi hússins, en það var meira og minna í rúst. Ég á þar við rafmagn, vatn, öryggiskerfi, loftræstistokka og hreinlætiskerfi. Ástandið hefur verið þannig undanfarin ár að húsið er rekið á undanþágu frá mánuði til mánaðar. T.d. var þannig komið í vetur í Þjóðleikhúskjallaranum að menn höfðu viku frest til að gera þar endurbætur, ella yrði honum lokað." Árni sagði að þess vegna hefði verið ákveðið að byggingarnefndin starfaði áfram til að ljúka nauðsynlegum endurbótum.

Það hefur vakið athygli að öll stærri verk í Þjóðleikhúsinu hafa verið unnin af einum verktaka, Ístaki hf. Síðustu ár hefur fyrirtækinu verið falið verkefni án útboðs.

"Þetta var gífurlega umfangsmikið verkefni sem var unnið mjög hratt. Verktakinn sem var lægstbjóðandi á sínum tíma, Ístak, var kominn inn í allt kerfi hússins. Á síðustu árum höfum við verið að lagfæra bita og bita og ekki síst að grípa inn í neyðarstöður. Það hefur því verið talið heppilegast að njóta reynslu þessa verktaka. Það er nánast í öllum tilvikum þannig að það er ekki hægt að bjóða þetta út. Við höfum tekið fyrir litla kafla í einu og það hefur ekki verið ljóst hvert umfangið er í raun og veru fyrr en farið var af stað," sagði Árni.

Innlent »

Hluti af minjasafni Vals í hættu

09:40 „Við Valsmenn höfum mestar áhyggjur af því að þarna séu munir sem hafi skemmst, því miður,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Meira »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Tjarnarmyri íbúð
Íbúð með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergi. Húsgögnum, fullbúið eldhús, svalir,...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...