Uppbygging Landspítala við Hringbraut sögð skynsamleg

Séð yfir það svæði sem nefndin leggur til að framtíðaruppbygging ...

Séð yfir það svæði sem nefndin leggur til að framtíðaruppbygging Landspítla-Háskólasjúkrahúss eigi sér stað.
mbl.is
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að niðurstaða nefndar, sem gerði tillögur að framtíðaruppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss, væru skynsamlegar, rökréttar og vandlega undirbúnar. Hann kveðst vonast til þess að um þær geti skapast víðtæk sátt. Í tillögunum er lagt til að sjúkrahúsið verði byggt upp við Hringbraut og að nýbyggingar rísi aðallega sunnan núverandi Hringbrautar. Nefndin áætlar að stofnkostnaður við uppbyggingu sjúkrahússins á þessu svæði muni nema um 30 milljörðum króna og framkvæmdirnar taki 14-17 ár. Ráðherra sagði að ákvörðun við uppbyggingu spítalans árið 2002 mætti líkja við þá ákvörðun að byggja Landspítala á öndverðri liðinni öld. Ráðherra sagðist ætla að leggja allt kapp á að teknar yrðu ákvarðanir sem samræmast tillögum nefndarinnar. "Ég hef kynnt þessar hugmyndir í ríkisstjórn og á eftir að gera það með ítarlegum hætti. Ég hef kynnt forsætisráðherra þær sem oddvita ríkisstjórnarinnar, og menntamálaráðherra, sem yfirmanni háskólans. Hvarvetna hefur verið tekið vel í þessar tillögur, sem ég tel afar mikilvægt. Það verður að vera breið almenn flokkspólitísk og fagleg sátt um uppbyggingu þungamiðju heilbrigðisþjónustunnar," sagði ráðherra meðal annars. Hann kvaðst jafnframt vonast eftir stuðningi og skilningi stjórnarandstöðunnar við tillögunum. Ráðherra sagði að um væri að ræða langtímaverkefni, en skipa þyrfti starfshóp til þess að fylgja þessum tillögum eftir svo hægt yrði að kynna málið fyrir ríkisstjórninni. Ingibjörg Pálmadóttir, formaður nefndar um framtíðaruppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss, tók í svipaðan streng, sagði um að ræða stærstu ákvörðun sem tekin hefði verið í heilbrigðismálum frá því að ákveðið var að reisa Landspítala. "En við værum ekki að tala um þessa hluti ef sameiningin hefði ekki átt sér stað og ekki gengið eins vel og raun ber vitni." Ingibjörg sagði jafnframt að það væri forgangsverkefni í heilbrigðisþjónustu að byggja sjúkrahús sem væri í fararbroddi í Evrópu. "Ég tel að við þurfum ekki mikið til þess að vera í fararbroddi." Hún sagði að gróf kostnaðaráætlun við uppbyggingu nýs spítala næmi 30 milljörðum króna. Skýrsla nefndarinnar í heild sinni.
mbl.is

Innlent »

Björguðu kindum úr sjálfheldu

16:05 Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún. Meira »

Flýgur áfram til Íslands í sumar

15:46 Bandaríska flugfélagið American Airlines hyggst fljúga áfram á milli Íslands og Dallas-borgar í Bandaríkjunum í sumar líkt og félagið gerði síðasta sumar. Hins vegar hafa íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air bæði hætt að fljúga til borgarinnar. Meira »

Vilja fjögurra þrepa skattkerfi

15:27 Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag tillögur efnahags-, skatta- og atvinnumálanefndar sambandsins um breytingar á skattkerfinu sem auka jöfnuð og ráðstöfunartekjur meginþorra launafólks. Meira »

Heita fundarlaunum fyrir bílinn

15:23 Eigendur bifreiðar af gerðinni Land Rover Discovery, sem stolið var frá Bjarnarstíg í Reykjavík í fyrrinótt, hafa ákveðið að veita 200 þúsund krónur í fundarlaun í von um að bíllinn finnist. Meira »

Óuppfyllt íbúðaþörf mun minnka

15:16 „Tillögurnar munu auka framboð, tryggja stöðugleika á markaðnum og lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá viðkvæmum hópum, komist þær til framkvæmda,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, í samtali við mbl.is, um nýjar húsnæðistillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Meira »

Fiskistofa ítrekað bent á vandann

15:14 Stjórnendur Fiskistofu hafa ítrekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum. Þeir telja skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika í þessum efnum. Meira »

Þjórsárdalur friðlýstur í heild

15:00 Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals. Tillagan er unnin samhliða tillögu að friðlýsingu náttúruminja í hluta dalsins. Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið til að hljóta friðlýsingu í heild sinni en hingað til hefur tíðkast að friðlýsa staka minjastaði. Meira »

Skilur ekki af hverju hann er ákærður

14:55 Aðkoma Kjartans Bergs Jónssonar að því máli, sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur, er afar takmörkuð, að hans eigin sögn, en hann gaf skýrslu núna eftir hádegið og sagðist þar meðal annars ekki einu sinni skilja þann lið ákærunnar sem beinist að honum. Meira »

Tölum ekki í farsímann við akstur

14:30 Í átaki Samgöngustofu og fleiri sem ber yfirskriftina Höldum fókus eru farnar nýjar leiðir til að minna ökumenn á hversu hættulegt það er að nota símann undir stýri. Meira »

Bíógagnrýni: Glass og Close

14:00 Raggi Eyþórsson, bíógagnrýnandi og framleiðandi, gaf Glass og Close ekki beint góða dóma, en þó eru greinilega ágætissprettir í hvorri mynd um sig. Meira »

„Verður ekki gefinn mikill tími“

13:51 „Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Meira »

Innherjinn kveðst „japanskur í hugsun“

13:28 Nú hafa tveir sakborningar af þremur lokið við að gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fram fer aðalmeðferð í innherjasvikamáli, tengdum viðskiptum með afleiður, sem byggðust á hlutabréfaverði í Icelandair Group. Meira »

Telur tillögurnar vel unnar

13:27 Vel er tekið í tillögur átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum í fréttatilkynningu frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, eru sagðar vel unnar og gott innlegg í umræðuna. Meira »

Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

13:00 Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Meira »

Þrír fundir í næstu viku

12:52 Boðað hefur verið til þriggja funda í næstu viku í kjaradeilu VR, Eflingar, Verðalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Fundað var í morgun þar sem ákveðið var að taka frá þrjá daga í næstu viku. Meira »

Opið í Bláfjöllum í dag

12:22 Opið verður í Bláfjöllum kl. 14-21 í dag. Á svæðinu er fimm stiga frost og vindhraðinn á bilinu 2-3 metrar á sekúndu.   Meira »

676 milljónir króna í geymslu

11:17 Rúmlega 676 milljónir króna skal leggja inn á bankareikning og geyma þar uns skorið verður úr um það í dómsmálum hvort krafa Íslandsbanka til fjárins sé á rökum reist. Meira »

„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

11:08 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Meira »

Bólusetningar barna óumdeild heilsuvernd

10:56 Bólusetningar barna eru mikilvæg heilsuvernd. Þetta kom fram í máli Gerðar Aagot Árnadóttur heimilislæknis í Ísland vaknar. Hún benti á að þrátt fyrir að einhverjir kjósi að láta ekki bólusetja börn sín fyrir alls kyns sjúkdómum væri það óumdeilt á meðal fagfólks að bólusetningar væru ein besta heilsuvernd sem í boði er. Meira »
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...