Flestir vilja spítala á Vífilsstöðum

Landspítali við Hringbraut.
Landspítali við Hringbraut.

Mun meiri stuðningur er við byggingu nýs spítala á Vífilsstöðum heldur en við Hringbraut, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Viðskiptablaðsins.

Um 50% aðspurðra vilja sjá spítalann rísa á Vífilsstöðum á meðan 39,6% vilja að hann verði áfram við Hringbraut.

Aðrar staðsetningar virðast ekki vera inni í myndinni hjá almenningi. 1,7% vilja að hann verði við Keldnaholt og 1,3% í Fossvoginum.

Um 7,5% vilja að hann rísi á einhverjum öðrum stað en þessum fjórum.

mbl.is

Bloggað um fréttina