Yfir 100 manns biðu fyrir utan Skífuna í nótt

Beðið fyrir utan Skífuna við Laugaveg eftir miðum á tónleika …
Beðið fyrir utan Skífuna við Laugaveg eftir miðum á tónleika hlómsveitarinnar Foo Fighters. mbl.is/Sverrir

Um 100 til 150 manns standa nú í röð fyrir utan Skífuna við Laugaveg og höfðu flestir verið þar í alla nótt. Ástæðan er sú að miðasala á tónleika hljómsveitarinnar Foo Fighters, sem leikur í Laugardalshöll 26. ágúst nk., hefst klukkan tíu. Að sögn lögreglu hafa engin vandræði skapast, sumir höfðu með sér svefnpoka eða teppi. Margir höfðu beðið í biðröðinni frá því klukkan átt í gærkvöldi. Þá voru um 20 manns við Smáralind í Kópavogi í nótt og bíða þess að miðasala hefjist þar.

mbl.is