Hundruð manna komust ekki inn á fyrirlestur Attenboroughs

Þeir sem ekki komust inn í sjálfan fyrirlestrarsalinn gátu séð …
Þeir sem ekki komust inn í sjálfan fyrirlestrarsalinn gátu séð fyrirlesturinn á skjá í forsal. mbl.is/Sverrir

Fleiri hundruð manns þurftu frá að hverfa er hinn þekkti náttúrulífsunnandi David Attenborough hélt opinn fyrirlestur í Salnum í Kópavogi í kvöld. Aðgangur var ókeypis og hugðust hundruð manna nýta tækifærið til að berja Attenborough augum. Salurinn, sem tekur um 200 manns fylltist brátt úr út dyrum, og varð að vísa frá margfalt fleirum en þeim sem komust inn í hús.

Tilefni Íslandsheimsóknar Sir Davids Attenboroughs er útkoma bókarinnar Heimur spendýranna, sem Iðunn gefur út. Fyrirlesturinn ber heitið Uppgötvanir myndavélanna (Discovery of the Camera). Hann fjallar um þá margvíslegu tækni sem beitt er við gerð sjónvarpsþáttanna og hvernig þróun myndavélanna hefur leitt til nýrra uppgötvana.

mbl.is